Umsókn um styrk úr úthlutunarsjóði Góða hirðisins
Einu sinni á ári veitir SORPA styrki sem tilkomnir eru vegna ágóða af sölu nytjahluta í Góða hirðinum. Forsendur fyrir úthlutun styrks frá Góða hirðinum eru eftirfarandi:
- Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka. Leitast er við að veita styrkina til aðila og verkefna á starfssvæði SORPU bs (höfuðborgarsvæðið).
- Að styrkurinn nýtist fólki til sjálfshjálpar, svo sem menntunar, endurhæfingar og sjálfsbjargar. Leitast er við að styrkja efnaminni börn og ungmenni.
- Styrkumsækjendur skulu gefa greinargóða lýsingu á því verkefni sem sótt er um styrk til og kostnaðaráætlun verkefnisins.
- Gerð er krafa um að styrkþegar sendi SORPU greinargerð, afrit af fræðslu- og/eða kennsluefni þeirra verkefna sem styrkir eru veittir til.
- Ákjósanlegt er að nafn SORPU/Góða hirðisins komi fram á styrktu efni og/eða verkefnum.
Umsóknartímabil fyrir desember-styrkveitingu er til 24. nóvember.
Athugið að sækja þarf um styrk á hverju tímabili og að eldri styrkumsóknir detta út verði ekki af styrkveitingu á viðkomandi tímabili.